Skilmálar

Skilmálar Vörutorgs

 

  1. Almennt

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum vorutorg.is

sem er rekinn af Reach ehf., kt. 650403-2310, Laugarvegur 105,

101 Reykjavík, Ísland í skilmálum þessum nefnt Vörutorg.

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Vörutorgs annars

vegar og kaupanda vöru hins vegar. Vörutorg er skuldbundið

og rekið skv. lögum og reglum íslenska ríkisins.

„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru til sölu á vorutorg.is.

„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en

stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e.

einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi

laga um neytendakaup.

Vörutorg starfar sem milligönguaðili á milli kaupanda og

söluaðila en veitir einnig söluaðilum ýmsa þjónustu á

borð við 360° ljósmyndun, gerð myndefnis og auglýsingar.

Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður

en þú notar vefsíðu Vörutorgs. Með notkun á þessari vefsíðu

samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og til að

fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum.

Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála, önnur viðeigandi

skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir á

meðan þú notar þessa vefsíðu, þá er þér óheimilt og

þú samþykkir að nota ekki að neinu leiti þessa vefsíðu.

 

  1. Upplýsingar um vörur

Upplýsingar um vöru eða þjónustu í boði á Vörutorgi eru

settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar

frá söluaðila og ber Seljandi alla ábyrgð á gæðum vörunnar

eða þjónustunnar.  Fáist vara eða þjónusta ekki afhend

við afhendingu kvittunar vegna vanefnda söluaðila þá

getur Kaupandi krafið söluaðila um endurgreiðslu. Ef gæði

vörunnar eða þjónustunnar er ekki í samræmi við væntingar

Kaupanda þá getur Kaupandi leitast úrbóta úr hendi söluaðila.

Þau verð sem koma fram á Vörutorg eru með

virðisaukaskatti og grundvallast alfarið á verðupplýsingum

frá söluaðila. Vörutorg er í einstaka tilfellum heimilt að

breyta verði vöru eða þjónustu og þá aðeins til lækkunar.

Vörutorg áskilur sér allan rétt til að breyta tilboðum eða

taka tilteknar vörur eða vöruflokka úr sölu. Slíkt getur

t.d. gerst vegna rangra upplýsinga frá söluaðila eða

annarra utanaðkomandi þátta sem Vörutorg hefur ekki stjórn á.

Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með

fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

 

  1. Ábyrgðir

Söluaðilar bera alfarið ábyrgð á gæðum þeirra vara og

þjónustu sem þeir selja í gegnum Vörutorg og ber

kaupanda að leita úrlausnar sinna mála til söluaðila.

 

  1. Trúnaðarupplýsingar

Vörutorg meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við

lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð

persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru geymdar

í gagnagrunni Vörutorgs og aðeins umsjónaraðili

kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar

eru ekki veittar þriðja aðila.

Öll vinnsla kreditkortanúmera á vorutorg.is er dulkóðuð

og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði

Borgunar. Þegar kaupandi staðfestir kaup á vorutorg.is

er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð.

 

  1. Tölvupóstur og SMS

Vörutorg sendir viðskiptavinum sínum SMS skilaboð sem

innihalda upplýsingar um stöðu pantana og heimsendinga.

Einnig sendir Vörutorg viðskiptavinum sínum SMS með

sértilboðum.

Vörutorg sendir viðskiptavinum sínum markpóst með bestu

tilboðunum hverju sinni í tölvupósti.

Viðskiptavinir geta alltaf skráð sig af póstlista.

 

  1. Innskráning og kaup

Við fyrstu innskráningu á www.vorutorg.is skráir kaupandi

fullt nafn, kennitölu, símanúmar,  heimilisfang og tölvupóstfang

sitt. Þá fær kaupandi sendan tölvupóst á uppgefið tölvupóstfang

til að ljúka við innskráningu.

 

  1. Skilmálar

Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar

sem skilgreindir eru í neytendalögum.

Þá skilmála er m.a. að finna í:

Lög um neytendakaup nr. 48/2003

Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000

og lög um þjónustukaup nr. 42/2000